Smásagnavefrit
Apríl er, eins og allir vita, grimmastur mánaða. Fyrirheit hækkandi sólar eru ómótstæðileg, fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Fyrirheit um nýtt upphaf. En enn er allra veðra von. Stelkurinn er engin lóa. Í þessu tölublaði flytur hann ykkur fjórar margslungnar sögur um leitina að nýju upphafi. Óvæntar, áhrifamiklar sögur, fyndnar og ljúfsárar…